Gleðilega páska elskurnar!
Eru þið búnar að borða mörg páskaegg? Ég er búin að borða fjögur í dag og borða örugglega fleiri á eftir því ég er að fara til ömmu og hún lumar nú oftast á eggjum. Ég fékk bara frekar sniðuga málshætti þetta árið.
Betra er að vera einn en í vondum félagsskap.
Vinur þinn á vin og vinur vinar þíns einnig, hafðu því gát á tungu þinni.
Ánægja er auði betri.
Þegar ölið fer inn, fer vitið út.
Hafið það gott um páskana!