Í sælu sveitar við örkum brátt
dætrum sjómanna langt í frá
með gleði í hjarta, hamingju og sátt.
höldum við burt í óvissuþrá.
Um mildan morgun rísum við
mér þykir helst til snemma
en vor frægðarför ei þolir bið
og sterk er morgunandremma
Hvert verður farið hvað verður gert?
hugmyndir, spurningar vakna.
Eitt er þó víst og mest um það vert
vissar fimm, ei hver annarrar sakna.