Was up??? Þetta er heimasíða saumaklúbbsins "saumavélin", en hann samanstendur af nokkrum stelpum í véla og iðnaðarverkfræði...... mars 18. mars tónleikar Guðnýjar Birnu Eldra dót |
miðvikudagur, september 07, 2005
Reykjavík, 7. september 2005
Kæra Létt 96,7 Við erum níu verkfræðistúdínur og köllum okkur Saumavélina. Við kynntumst í Verkfræðideild Háskóla Íslands, þar sem við lögðum ýmist stund á véla-, iðnaðar- eða efnaverkfræði. Nú erum við útskrifaðar með B.Sc. gráðu í þessum stórskemmtilegu fræðum, en erum einstaklega duglegar að hittast. Við höldum "Saumavél" einu sinni í mánuði og skipuleggjum skemmtilegar ferðir og uppákomur. Við höfum gert ýmislegt skemmtilegt undanfarin ár, meðal annars: • Tekið þátt í róðrarkeppnum á sjómannadeginum, tvisvar sinnum á Ísafirði og nú síðast í júní í Reykjavíkurhöfn. Við lentum í öðru sæti í öll skiptin. Næsta ár verður það gullið! • Farið í námsferð til Bangkok og Kuala Lumpur, þar sem við heimsóttum ýmis framleiðslufyrirtæki við skrautlegar aðstæður. • Farið í óvissuferðir, nú síðast á sjókajak í Stykkishólmi og tjaldað í Flatey á Breiðafirði. • Haldið grímuböll og gefið verðlaun fyrir skemmtilegustu búningana. • Sungið karaoke víðs vegar um borgina og tekið þátt í karaoke keppnum hérlendis og erlendis. • Við notum hvert tækifæri til að troða upp með söng- og dansatriði – hvar sem er, í veislum, pöbbum og svo mætti lengi telja. Nú síðast tókum við Dolly Parton slagara-syrpu í brúðkaupi einnar okkar. Þessi leikur ykkar er að gera okkur brjálaðar úr spenningi. Við myndum gera allt til þess að vinna þennan frábæra "dekur-sjoppíng-veitinga-tónleika-dag" – nema… að fækka fötum! Okkur datt nú fyrst í hug að koma í útsendingu til ykkar á sjálfan tónleikadaginn og syngja einn hinna fjölmörgu frábæru Bolton-slagara. Við myndum líklega vippa textanum yfir á íslensku (eins og við erum vanar að gera fyrir atriðin okkar) og hafa hann svakasniðugan og hressan. Okkur langar líka að fara um bæinn og syngja fyrir vegfarendur, datt í hug að heimsækja elliheimili eða þá staði sem selja tónleikamiðana. Síðan erum við svona miklir róðrarsnillingar og erum gífurlega spenntar fyrir öllu sem við kemur árum og bátum. Það væri því okkar helsta ósk fyrir þessa áskorun Létt 96,7 að fara til vina okkar í siglingaklúbbnum í Nauthólsvíkinni, fá lánaðan einn árabát út í sjó og flytja þar nokkur Bolton-lög fyrir fólkið á ströndinni eða vegfarendur í Skerjafirðinum. Hvað sem er Létt! Við gerum hvað sem er! Við sömdum nokkrar vísur um riddarann okkar Mikjál Bolton: Skellum "Soul Provider" á fóninn og skundum beint í dekur hvar hagyrtur Boltóninn hjört´ okkar skekur Hugfangnar hlýðum við tónleika Hönkinn um sviðið svífur Rödd hans hvergi skeika(r) Hver tónninn rámur rífur Verkfræði er okkar fag Viskan af okkur vellur Þó þegar Boltoninn syngur lag Þá kvennaskarinn fellur Við heitum: Dóra Hlín, Fjóla, Eyrún, Guðný, Guðný Birna, Gréta, Margrét María, Ríkey og Sigrún Lilja. Hér að neðan fylgja svo nokkrar skemmtilegar myndir af okkur úr skólanum og af ævintýrunum okkar. 1 Í tískufatnaði sem við vorum skyldar að klæðast í mosku einni í Kuala Lumpur. 2 Á leið í tveggja klukkustunda sjókajakleiðangur út í eyjarnar við Stykkishólm. 3 Að kanna aðstæður í verksmiðju einni í Bangkok. 4 Að flytja "House of the Rising Sun" í Skriðufelli nú í sumar. 5 Í rennibrautinni í garðinum fyrir aftan VRII sem eru "höfuðstöðvar" verkfræðimenntunar í Háskóla Íslands. 6 Á plötusmíðanámskeiði í Borgarholtsskóla. Þar bjuggum við okkur til gífurlega flotta verkfærakassa. 7 Að æfa jógað í Bangkok. 8 Fyri utan Windsor-kastala í Englandi. Heimsóttum símafyrirtæki í London. 9 Ein margra kvöldstunda sem fór í verkefnavinnu - í skólanum. 10 Á grímuballinu okkar. Þrjár okkar klæddar sem rappararnir úr "G-Unit" 11 Í karaoke-keppni í Kuala Lumpur (Þessar eru að taka Enrique Iglesias). 12 Dolly Parton atriðið okkar sem vakti gífurlegan fögnuð brúðkaupsveislugesta. (Myndirnar komust ekki í þetta blogg... sorrý) Við þökkum kærlega fyrir tækifærið að fá að taka þátt í þessum frábæra leik. Haldið áfram á sömu braut. Það er alltaf jafngaman að hlusta á ykkur. Stuð-söngkveðja, Saumavélin! SAUMAVÉLIN Nielsen posted@ 9/07/2005 01:26:00 e.h.. $$$$$$$$
Comments:
Skrifa ummæli
|
Tenglar
Annað |