Was up??? Þetta er heimasíða saumaklúbbsins "saumavélin", en hann samanstendur af nokkrum stelpum í véla og iðnaðarverkfræði...... mars 18. mars tónleikar Guðnýjar Birnu Eldra dót |
mánudagur, október 31, 2005
Hæ hæ og hó hó
Ég reyndist vera móðir Teresa eins og Guðný Birna. Við Guðný Birna hefðum kannski frekar átt að fara í guðfræði ;). Annars var síðastliðin vika nokkuð lærdómsrík. Ég var að vinna á Grensás mest alla vikuna og hitti ótrúlega mikið af frábæru fólki og algjörum hetjum. Hitti t.d. einn sem var lamaður frá geirvörtum en tókst samt með undraverðum hætti að ganga með aðstoð göngugrindar og spelka. Síðan fór ég í læri í að prjóna á hjólastól hjá einum hressum lömuðum félaga mínum. Ég var reyndar algjör chicken, ætlaði aldrei að þora að prófa að prjóna ... en hann marg ítrekaði við mig að járnið á hjólastólnum færi fyrst í gólfið þannig það væri ekkert að óttast ... hehehe ... svo á endanum lét ég mig gossa :) . Að lokum ætla ég að mæla með nýja diskinum hennar Heru, Don't play this, ég hef reyndar aldrei fílað hana fyrr en núna ... ótrúlega þægilegt að læra við þessa tónlist og mæli þó sérstaklega með chocolate-laginu :). Knús Fjóla spóla p.s. blásum lífi í þessa síðu ;) Fjola posted@ 10/31/2005 05:37:00 e.h.. $$$$$$$$ miðvikudagur, október 26, 2005
Jeminn eini
ég trúi ekki að ég sé gamala kvinnan.... en eitt er hægt að segja um hana; hún var sko góð þessi gæska. Gudny posted@ 10/26/2005 12:46:00 e.h.. $$$$$$$$
hahahahhahah
Hvað segið þið annars skvísur er ekki allt í góðu standi? Af okkur hér í germaníunni er allt gott að frétta, skólinn byrjaði í þessari viku og erum við einnig á massa þýskunámskeiði (þe ég og sigrún) - sum sé allt góing kreisý well amk enn þá! heyri í ykkur kv. viks Viktoría posted@ 10/26/2005 10:46:00 f.h.. $$$$$$$$ þriðjudagur, október 25, 2005
Sælar fyrir ykkur sem hafið gaman að könnunum athugið þessa:
Sigrun Lilja posted@ 10/25/2005 10:53:00 f.h.. $$$$$$$$ fimmtudagur, október 20, 2005
Sælar sælar skvís!
Þúsund þakkir fyrir gærkvöldið þetta var rosalega gaman og velheppnaður saumó :D. Til að fara stuttlega yfir hann: Sigrún, Eyrún, Margrét og Guðbjörg klikkuðu svo sannarlega ekki á góðgætinu :) Sumir klikkuðu ekki á slúðrinu frekar en venjulega ;) Ríkey sá um prjónaskapinn og var fljótt að kveikja :) Ég og Eyrún að sjálfsögðu sáum um sóðadeildina :p Ekkert toppar Eyju í baráttunni við lín og tryggingarfélög ;) Guðný Birna átti frasa kvöldsins og heppnina líka, það eru nú ekki allir sem geta læst bíllyklana inn í bíl og bíllinn hálfpartinn í gangi ;) Og mikið var hlegið :D :D :D :D :D :D Þetta er mitt innlegg í að endurvekja síðuna aftur, ég ætla að reyna að leggja mitt að mörkum og posta e-ð í hverri viku :). Ég vona að þið hinar fylgið mér :). Knús knús Fjóla p.s. Munið að halda keðjuna ;) Fjola posted@ 10/20/2005 08:36:00 f.h.. $$$$$$$$ miðvikudagur, október 12, 2005
Frábært blogg hjá þér Guðný Birna, vonast til að heyra fimm staðreyndir um ykkur sem voru klukkaðar.
EN Saumavélin verður 19.október hjá Eyrúnu eða mér Hverjar komast og hverjar ekki? Sigrun Lilja posted@ 10/12/2005 04:32:00 e.h.. $$$$$$$$
Klukkið
Jæja mér var vinsamlegast bent á það að ég hafði verið klukkuð af viktoríu ofurbloggara (hóst hóst). Þ.a.l. hef ég komist að því að ég á að skrifa 5 staðreyndir um sjálfa mig 1. Ég er úr hafnafirði og er stoltur gaflari, eins og við hafnfirðingarnir gjarnan erum. 2. Ég er í fullu námi í söngskóla reykjavíkur og er stefnan að verða "mega fræg" óperusöngkona (það er allaveganna draumurinn). Einnig er einn af mínum stóru draumum að fá að taka þátt í júróvisjón, þ.a. ef þið hafið lag fyrir mig þá endilega látið mig vita!!!! 3. Þessa dagana hef ég svakalega gaman að því að horfa á óperur og læra allt um þær....og ætla ég að nýta ferðalag mitt til þýskalands í nóv til þess að fara í fyrsta skipti í alvöru óperuhús og sjá óperuna "Madamé Butterfly"... get ei beðið 4. Ég hef mikinn áhuga á róðri og hef þrisvar orðið í 2ru sæti eftir keppnir í þeirri grein. Á næsta ári munum við ná gullinu...enginn vafi á því. Ég hef einnig gaman af öðrum íþróttum sossum dansi, sundi og skíðum o.s.frv....er ekkert of hrifin af fótbolta þar sem að mín eðlishvöt er sú að grípa bolta þegar hann kemur til mín í staðinn fyrir að sparka!!! 5. Ég myndi telja að ég væri frekar rólegheitarmanneskja, ég á það þó til að tala mikið og hafa soltið hátt...en hvur gerir það sossum ekki. Einnig er ég frekar forvitin, en ekkert meira en aðrir held ég...ég þori bara að spurja ;) Núna fæ ég að klukka...ehheheh.... uhm... ég klukka; Sigrúnu Kristjáns, Hafrúnu og Guðnýju Nielsen Gudny posted@ 10/12/2005 10:06:00 f.h.. $$$$$$$$ mánudagur, október 10, 2005
4 Stúlkur yfir tvítugu vantar
Því miður gengur e-ð illa að manna dansnámskeiðið og vantar enn fjórar stúlkur til þess að námskeiðið verði haldið. Ef að þið vitið um e-rjar þá endilega bendið þeim á www.hreyfiland.is Kær kveðja Guðný í dansstuði Gudny posted@ 10/10/2005 09:47:00 f.h.. $$$$$$$$ mánudagur, október 03, 2005
Sælar, í tilefni þess að Guðbjörg og Eyja eru að koma til landsins ætlum við að halda saumaklúbb 20.október. JEI jei jei
Sigrun Lilja posted@ 10/03/2005 03:24:00 e.h.. $$$$$$$$
Þar sem það eru nokkrar í svona brúðkaupshugleiðingum ákvað ég að skella þessu inn ;).
Þetta fékk ég: You have very good taste, and it seems to show up in your wedding dress. This dress, designed by Atelier Aime is precious as well as sophisticated and fits your beautiful nature. Your perfect Wedding Dress (with pictures) brought to you by Fjola posted@ 10/03/2005 10:44:00 f.h.. $$$$$$$$
Eg er a lifi - Eg er a lifi!
Kikid a bloggid :) Knus til allra Nielsen posted@ 10/03/2005 09:04:00 f.h.. $$$$$$$$ |
Tenglar
Annað |